Aðeins 15 af 63 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2019 12:40 Valborg segir að þrátt fyrir aukningu í námið sé ekki verið að fjölga í hópi leikskólakennara. Um sé að ræða fólk sem starfi á leikskólum sem hafi ákveðið að sækja sér menntun. vísir/vilhelm Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00