Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. júní 2019 06:00 Forsætisnefnd Alþingis lauk meðferð málsins daginn eftir þinglok. Fréttablaðið/Stefán Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætisnefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðareglnanna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siðareglurnar ekki ráð fyrir því að forsætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niðurstöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttindanefnd þingsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Segir núverandi fyrirkomulag siðanefndar ekki ganga upp Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis, var gestur í Sprengisandi í dag. 26. maí 2019 12:26
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00