Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2019 17:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Mynd/Stjórnarráðið „Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
„Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15