Segir Ísland láta til sín taka í mannréttindamálum svo eftir sé tekið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2019 17:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Mynd/Stjórnarráðið „Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“ Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
„Ísland hefur í raun og veru verið mjög virkt í Mannréttindaráðinu á þessum stutta tíma sem við höfum setið í ráðinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna í dag. Ísland tók sæti í ráðinu í fyrra þegar Bandaríkin yfirgáfu ráðið. Katrín er í þriggja daga heimsókn í Genf í tengslum við júnílotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem jafnréttismál eru í brennidepli. Hún ræddi meðal annars baráttuna gegn kynbundu ofbeldi, launamun kynjanna og réttinn til aðgengis að heilnæmu umhverfi. Í umræðu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum í morgun miðlaði hún meðal annars reynslu Íslendinga og umræðunni sem hefur átt sér stað hér á landi, til dæmis í tengslum við MeToo hreyfinguna. „Ég var að fara yfir það hvað við höfum verið að gera og mikilvægi þess að vinna bæði með verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda til að uppræta kynbundið ofbeldi og kynbundið áreiti á vinnustöðum. Þetta er stórmál hér og Alþjóðavinnumálastofnunin er að taka hart á þessum málum sem ég tel fagnaðarefni.“ Síðdegis í dag ræddi Katrín svo kynbundin launamun og launajafnrétti en leggur Ísland fram tillögu í ráðinu þar sem launajafnrétti er viðurkennt sem réttindamál. Hún segir að Ísland hafi látið til sín taka eftir að það tók sæti í Mannréttindaráðinu svo eftir sé tekið. „Við fengum hér auðvitað samþykkta tillögu um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu sem vakti mikla athygli á alþjóðavettvangi. Hér í þessari fundarlotu Mannréttindaráðsins verður til umræðu tillaga sem Ísland leiðir sömuleiðis um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Það er mín sannfæring að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þetta sæti og ég tel að íslenska fastanefndin hér hafi staðið sig gríðarlega vel í að reisa flögg í tilteknum mannréttindamálum. Ég finn það að eftir því hafi verið tekið.“
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45 Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu Ísland gagnrýnir Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 24. júní 2019 16:45
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15