Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 06:15 Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/JóiK Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39