Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2019 19:15 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag. Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag.
Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29