Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Vísir/vilhelm Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00
Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13
Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15