Þjóðerniskennd og siðferði Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 16. júní 2019 08:00 Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð!
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun