Minna um framræst votlendi en áður var talið Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 09:00 Þegar votlendi er ræst fram byrjar mýrarjarðvegur að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Endurheimt votlendis hefur verið teflt fram til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jón Guðmundsson Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent