Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 10:00 Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira