Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júní 2019 06:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30