Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 06:15 Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/EPA Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira