Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 11:46 John Cornyn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Texas, (t.v.) og Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, eru ekki sáttir við boðaða tolla Trump á Mexíkó. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49