Hæsti skýjakljúfur landsins Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Hæsti skýjakljúfur á Íslandi, Hvannadalshnjúkur. Fjallaskíðahópur frá Ferðafélagi Íslands er mættur á toppinn. Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira