Þriðji áhugaverðasti áfangastaður Evrópu í ár formlega opnaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2019 19:30 Það var kátt á hjalla þegar leiðin opnaði formlega í dag. Vísir/Tryggvi Páll Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Norðurstrandarleiðin, 800 kílómetra löng ferðamannaleið sem spannar strandlengju alls Norðurlands, var formlega vígð í dag. Ný umferðarskilti hafa verið tekin í notkun samhliða opnunni.Leiðin nær frá Hvammstanga í vestri að Bakkafirði í austri. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra opnaði leiðina á Hvammstanga en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sá um að klippa á borðann á Bakkafirði. Hugmyndin er að á Norðurstrandarleiðinni geti ferðamenn auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu.Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands.Grafík/GvendurBrúni liturinn þekktur erlendis Áhuginn á leiðinni er mikill, ekki síst eftir að ferðavísirinn Lonely Planet, setti leiðina á topplista hjá sér. „Við sáum strax sama dag og þetta kom út að umferð um vefsíðuna okkar fjórfaldaðist og síðan höfum við verið að fá mjög margar fyrirspurnir um leiðinna, bæði frá einstaklingum, ferðaskrifstofum og blaðamönnum erlendum sem ætla að koma í sumar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands en Markaðsstofan hefur stýrt verkefninu. Samhliða vígslunni voru ný umferðarskilti kynnt til leiks. Búið er að setja niður 37 slík skilti víðs vegar um leiðina. Athygli vekur að þau eru brún, en það er góð ástæða fyrir því. „Brúni liturinn er þekktur erlendis frá þannig að menn vita þá að hann er að segja þér að það er eitthvað aðdráttarafl framundan og síðan er þá myndmerki Norðurstrandarleiðar, eða logo Arctic Coastway á þessum skiltum. Ferðamenn eiga þá að átta sig á hvar á að beygja og svo segir það þeim að þau séu á réttri leið,“ segir Arnheiður.Svona líta skiltin út.Vísir/TryggviEkki bara fyrir erlenda ferðamenn Reiknað er með að landsmenn muni í framtíðinni sjá brún skilti víðar en á Norðurlandi. „Það er búinn að vera mikill áhugi fyrir þessu og ég efa það ekki, um leið og stíflan brestur og það er búið að setja þau upp á einum stað þá muni aðrir koma,“ segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, en reglugerðarbreytingu þurfti til að skiltin gætu farið upp. Markmiðið með leiðinni er fyrst og fremst að byggja undir heilsársferðaþjónustu á Norðurlandi, en hún er þó ekki eingöngu gerð fyrir erlenda ferðamenn. „Vonandi býr þetta til nýja staði sem Íslendingar vissu ekki af á þessari leið og hvetur þá til að stoppa og njóta,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Norðurstrandaleiðin einn besti áfangastaðurinn að mati Lonely Planet Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, telur hina nýju Norðurstrandaleið vera þriðja besta áfangastaðinn í Evrópu þetta árið. 21. maí 2019 07:11
800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. 16. febrúar 2019 20:30