Megn andstaða við hugmynd bresku leyniþjónustunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 07:45 Það lítur, ótrúlegt en satt, ekki svona út þegar maður les eða sendir dulkóðuð skilaboð. Nordicphotos/Getty Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Microsoft, Blaðamenn án landamæra, ýmis samtök um öryggi persónulegra upplýsinga og á annan tug sérfræðinga í málaflokknum fordæma hugmynd bresku leyniþjónustunnar GCHQ um að hlera dulkóðuð skilaboð. Þetta sagði í opnu bréfi þessara 47 aðila sem birtist á lögfræðiblogginu Lawfare í gær. Tillagan birtist fyrst í nóvember á síðasta ári í röð ritgerða á sama blogginu um dulkóðun og eftirlit. Hún er ekki endilega hluti af opinberri stefnu GCHQ, samkvæmt The Verge, en í ritgerðinni mæltu þeir Ian Levy og Crispin Robinson hjá leyniþjónustunni fyrir því að öryggisstofnanir og lögregla ættu að vera hulinn aðili að öllum dulkóðuðum samskiptum á veraldarvefnum. Þetta þýðir í raun að öryggisstofnanir myndu fá afrit af öllum skilaboðum án vitundar þeirra sem senda og fá skilaboðin. Þetta sögðu þeir Levy og Robinson að væri álíka mikið inngrip og að hlera símtöl, sem er nú þegar gert. Hugmyndin er hins vegar afleit, að mati þeirra sem undirrituðu opna bréfið er birtist í gær. „Þótt starfsmenn GCHQ fullyrði að það þurfi ekki að leggja dulkóðun af til þess að innleiða hugmyndina, stafar alvarleg öryggisógn af hulinni þátttöku öryggisstofnana. Þessi hulda þátttaka skapar hættu á sviði stafræns öryggis og ógnar þannig grundvallarmannréttindum. Meðal annars réttinum til friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis,“ sagði í bréfinu. Andstæðingarnir héldu áfram og sögðu að með innleiðingu hugmyndarinnar myndi skapast öryggisgalli. „Í dag geta fyrirtæki sem bjóða upp á dulkóðaða skilaboðaþjónustu, eins og WhatsApp og Signal, ekki lesið skilaboð notenda sinna. Með því að skylda fyrirtæki til þess að veita aðgang líkt og hugmyndin gengur út á gætu GCHQ og breska lögreglan valdið aukinni misnotkun valds, sem er ekki mögulegt eins og staðan er í dag.“ Vitnað var sérstaklega til orða Cindy Southworth, varaforseta bandarísku NNEDV-samtakanna, er berjast gegn heimilisofbeldi. Southworth sagði að það að innleiða svokallaðar bakdyr að dulkóðuðum skilaboðum fyrir yfirvöld gæti ógnað þolendum bæði heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis. Þá varaði hún við því að starfsmenn sem fengju að fylgjast með dulkóðuðum skilaboðum gætu vel verið sjálfir gerendur og hefðu þannig óheftan aðgang að samskiptum þolanda síns. „Af þessum ástæðum hvetja undirrituð samtök, öryggisrannsakendur og fyrirtæki til þess að GCHQ hverfi frá hugmyndinni um hulda þátttöku og forðist aðrar sambærilegar nálganir sem gætu ógnað stafrænu öryggi og mannréttindum. Við myndum taka vel á móti tækifærinu til þess að ræða áfram þessi mikilvægu mál,“ sagði í niðurlagi bréfsins. Levy svaraði bréfinu og sagði að hugmyndin væri ekkert meira en einfaldlega hugmynd. Í yfirlýsingu sem Levy sendi CNBC sagði: „Við munum halda áfram samskiptum við þá aðila sem vilja og hlökkum til þess að eiga í opnum samskiptum svo hægt sé að komast að bestu mögulegu lausn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Google Microsoft Tækni Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira