Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær. Fréttablaðið/Valgarður Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira