Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. maí 2019 06:15 Prestar Þjóðkirkjunnar settu umhverfismál á oddinn á árlegri Prestastefnu nýverið og stjórnendur kirkjunnar svara kallinu. Fréttablaðið/Ernir Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira