Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2019 13:25 Hart er sótt að Ara en Bryhildur segir að ákvörðun um að sækja um sé alfarið á hennar forsendum. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“ Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?