Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra. „Rétt innleiðing, eins og Síminn leggur til, felur ekki í sér að verið sé að færa Símanum sérhagsmuni, heldur kemur þessi leið öllu samfélaginu til góða og er til þess fallin að auka ábata neytenda af uppbyggingu aðila á vegum hins opinbera,“ segir í nýlegri umsögn Símans við frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt Evróputilskipun um ráðstafanir til þess að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Áðurnefnd tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. Í umsögn Símans segir félagið umræðuna um frumvarpið vera komna á villigötur. Brýnt sé að koma henni á málefnalegri stað. Fjarskiptafélagið bendir meðal annars á að aðgangur að svörtum ljósleiðara gefi öllum fjarskiptafélögum kost á að byggja upp eigin tæknilega innviði ofan á hinu óvirka lagi, þar sem langstærsti hluti stofnkostnaðar kerfisins liggi, og komast þar með dýpra í virðiskeðju fjarskiptaþjónustunnar. Tillaga félagsins sé þannig til þess fallin að auka samkeppni á fleiri stöðum í virðiskeðju fjarskipta og bæta skilvirkni fjárfestinga. Gagnaveita Reykjavíkur gerir í nýrri umsögn alvarlegar athugasemdir við tillögu Símans og segir félagið setja fram fullyrðingar sem hafi þegar verið hraktar af eftirlitsstofnunum. „Það er ekki Símans að túlka hvað kunni að vera sanngjörn og eðlileg beiðni um aðgang að fjarskiptakerfi GR eða að koma aðgangskvöðum á GR í lög sem henta fyrst og fremst hans eigin starfsemi en hefta samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir á einum stað í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. 16. maí 2019 08:00