Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 21:07 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Bára Halldórsdóttir átti ekki í „samverknaði“ þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á barnum Klaustri í nóvember í fyrra, líkt og Miðflokksmenn og lögmaður þeirra hafa ítrekað sett fram kenningar um. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fyrr í kvöld var sagt frá því að Persónuvernd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið persónuverndarlög með upptökunum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ekki þyki tilefni til að leggja stjórnvaldssekt á Báru, líkt og Miðflokksmenn höfðu gert kröfu um. Litið var til þess að upptakan hafi farið fram í rými sem almenningur hafði aðgang að, þótt hún færi vissulega „úr hófi fram vegna þess langa tíma sem hún stóð yfir“.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustri eins og frægt er orðið.VísirÞá er tekið fram að samræðurnar, sem Bára tók upp á Klaustri, hafi „orðið tilefni til mikillar umræðu í samfélaginu um háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.“ Þingmenn Miðflokksins hafa jafnframt sakað Báru um að hafa komið á Klaustur að yfirlögðu ráði, skipulagt „aðgerðina“ vel og haft sér vitorðsmenn til aðstoðar. Bent er á í úrskurði Persónuverndar að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós neinn „samverknað“, líkt og Miðflokksmenn hafa haldið fram í erindum sínum til Persónuverndar.Sjá einnig: Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þegar litið sé til alls framangreinds, einkum tilgangs vinnslunnar og kringumstæðna að öðru leyti, þyki ekki tilefni til að leggja sekt á Báru. Hins vegar mælir Persónuvernd fyrir um að Bára skuli eyða upptökunni eigi síðar en 5. júní, líkt og áður hefur komið fram. Persónuvernd hafnaði kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46