Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2019 23:55 Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru. Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru.
Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30