Sarri: Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 11:00 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Maurizio Sarri sem vill samt ólmur halda áfram með Chelsea. Getty/Harriet Lander Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, tók illa í þá tilhugsun að framtíð hans á Stamford Bridge ráðist á úrslitunum í leiknum á móti Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal en Chelsea hefur þegar tryggt sér sitt sæti. Það hefur gengið á ýmsu á fyrsta tímabili Ítalans Maurizio Sarri hjá Chelsea. Ofan á það setti FIFA félagið í tveggja glugga félagsskiptabann. Guardian og fleiri enskir miðlar segja að Chelsea ætli að taka ákvörðun um framtíð stjórans eftir úrslitaleikinn við Arsenal. Það er því margt sem bendir til þess að úrslitin í þessum úrslitaleik í Bakú gætu haft mikið að segja um framtíð Sarri á Brúnni.Maurizio Sarri: if my Chelsea future hinges on winning final, sack me now. By @domfifieldhttps://t.co/xA2ZEZeHs1 — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019„Ef staðan er þannig, rekið mig þá núna,“ sagði Maurizio Sarri við Guardian bar þennan möguleika undir hann. Sarri sjálfur býst við fundi um framtíð sína eftir leikinn. Sarri er búinn með tíu mánuði af tveggja ára samningi sínum hjá Chelsea en það er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár. Sarri fær fimm milljónir punda, 787 milljónir íslenskra króna, fyrir hvert tímabil. Það er aftur á mikil óvissa um framtíð hans. Stuðningsmennirnir eru ekki sannfærðir um að hann sé rétti stjórinn, leikstíllinn hefur verið gagnrýndur og Sarri sjálfur hefur viðurkennt að hann sé ekki í miklum samskiptum við eigandann Roman Abramovich. Undir stjórn Maurizio Sarri náði Chelsea liðið samt þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni, komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Liðið gæti síðan unnið titil í Bakú. „Tíu mánaða vinna og svo ræðst allt á 90 mínútum. Það er ekki sanngjarnt og ekki rétta leiðin. Þú ert annaðhvort ánægður með mína vinnu eða þú ert ekki ánægður,“ sagði Maurizio Sarri. „Næsta framtíð hjá mér er næsti miðvikudagur. Ég þarf bara að hugsa um þennan úrslitaleik eins og er. Ég er með tveggja ára samning og er ekkert að ræða við önnur félög. Ég mun fyrst ræða við mitt félag eftir úrslitaleikinn. Ég vil fá að vita hvort þeir séu ánægðir með mig eða ekki. Ég segi það núna og ef sagt það áður að ég vil halda áfram í ensku úrvalsdeildinni sem er mikilvægasta deildin í heiminum í dag,“ sagði Maurizio Sarri. „Það er mjög spennandi að vera hér og Chelsea er eitt mikilvægasta félagið í ensku úrvalsdeildinni. Ég er mjög ánægður hér. Það er aftur á móti eðlilegt að fara yfir stöðuna í lok hvers tímabils,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira