Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2019 12:15 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Vísir/Ernir Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira