„Eurovision fór fram í Tel Aviv á meðan fólk þjáðist aðeins örfáum kílómetrum í burtu“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 18:31 Bashar Murad er staddur hér á landi með hljómsveitinni Hatara. Skjáskot Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“ Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00