Nýtt lag Hatara og Murad komið út Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:02 Matthías, Murad, Klemens og palestínski fáninn. Skjáskot Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00