Óttast áhrif afsagnar Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2019 07:30 Ræða Theresu May er hún tilkynnti um að hún myndi stíga til hliðar var afar tilfinningaþrungin. Vísir/EPA Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna