Tvíburafolöld á Búðarhóli í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 19:15 Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira