Tvíburafolöld á Búðarhóli í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 19:15 Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi. Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Hryssan Kráka kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún kastaði tvíburafolöldum, tveimur hestum, sem hafa fengið nöfnin Sæli og Hafliði. Á bænum Búðarhóli í Austur Landeyjum reka þau Marlena og Sigurður myndarlegt kúabú, auk þess að vera með nokkur hross. Nú eru hryssurnar að kasta hjá þeim en þar vekur Kráka, sjö vetra hvað mesta athygli því hún kom með tvö folöld. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún kastar og hún kom með tvíbura, sem okkur finnst rosalega gaman, við vorum svolítið hissa fyrst en það er bara gaman af því“, segir Marlene Thies, bóndi. Folöldin braggast mjög vel, eru bæði brún, annað aðeins minna en hitt. Bræðurnir eru duglegir að drekka og Kráka hugsar mjög vel um þá. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín og hefur næga mjólk til að gefa þeim.Magnús Hlynur„Pabbinn er mjög efnilegur stóðhestur, sem við eigum hérna en hann er undan Salvador frá Hjallanesi og svo er mamman stórættuð líka, undan Sæ frá Bakkakoti og fyrstu verðlaunameri, þannig að það stendur vel að þeim tvíburunum og þetta verða væntanlega topp hestar í framtíðinni, við gerum bara ráð fyrir því“, segir Sigurður Guðjónsson, bóndi. Kráka hugsar mjög vel um folöldin sín. „Já, hún passar rosalega vel upp á þau, það er nóg að gera hjá henni hérna því hinar eru ekki allar kastaðar, sem eru með henni í hólfinu þannig að þær eru svolítið forvitnar um þetta en hún er rosalega góð mamma og passar þá mjög vel“. En er búið að ákveða hvað bræðurnir eiga að heita? „Ég held að þeir munu heita Sæli og Hafliði, það verður líklega niðurstaðan, allavega ef ég fæ að ráða“, segir Sigurður hlægjandi.
Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira