Telur Sundhöll Keflavíkur nú tapaða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2019 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, í hópi félaga. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
„Þetta mál er því miður tapað,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur. Ragnheiður Elín kærði í ágúst í fyrra þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur og að byggð verði þrjú fjölbýlishús á svæðinu. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú vísað kærunni frá. „Kærandi er búsettur í níu hundruð metra fjarlægð frá umræddri sundhöll sem fjarlægja á samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsbreytingu. Verður henni af þeim sökum því ekki játuð kæruaðild á þeim grundvelli að grenndarhagsmunir hennar skerðist,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. „Það er fátt sem kemur á óvart,“ segir Ragnheiður Elín um niðurstöðuna. Henni finnist sláandi að í úrskurðinum sé ekki tekið tillit til almannahagsmuna. „Það er ekkert gert með almannahagsmuni. Það er athyglisvert að þetta skiptir engu í þessu ferli,“ segir hún og leggur áherslu á að í kærunni hafi sérstaklega verið vísað til menningarsögulegs gildis sundhallarinnar. „Þetta eru ekki mínir einkahagsmunir. Ég hef enga fjárhagslega hagsmuni í málinu.“ Þá segir Ragnheiður Elín ekki tekið efnislega á því sem hún og Hollvinasamtökin hafi verið að gera athugasemd við varðandi efnis- og formannmarka. „Við sögðum meðal annars í kærunni að þarna hafi sannarlega verið hagsmunatengsl þegar nákominn ættingi eiganda sundhallarinnar afgreiddi málið út úr skipulagsnefndinni. Þeir hagsmunir eru í raun varðir með þessari ákvörðun finnst mér,“ segir hún. Í kæru Ragnheiðar Elínar segir að byggt sé á því að tilvist sundhallarinnar hafi almennt og ríkt gildi fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Hún sé formaður Hollvinasamtaka Sundhallarinnar í Keflavík, sem barist hafi fyrir því að húsið fái að standa áfram. „Sé það ætlun kæranda að koma einnig fram fyrir hönd Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur sé á það bent að félagið geti ekki átt aðild að kærumáli þessu án þess að eiga þá einstaklegu og lögvörðu hagsmuni sem að jafnaði séu skilyrði aðildar á þessu sviði, en ekki liggi fyrir að svo sé,“ er í úrskurðinum vitnað til málsraka Reykjanesbæjar. Ragnheiður segir í kærunni að bæjaryfirvöld hafi við meðferð málsins ítrekað farið rangt með staðreyndir við framsetningu og kynningu á þeim hluta tillögunnar sem varði sundhöllina. Ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda frá íbúum og þeim hvergi svarað. Sundhöll Keflavíkur var byggð árið 1945 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins, og Bárði Ísleifssyni arkitekt. Sundhöllin stendur enn á sínum stað og engar framkvæmdir eru á lóðinni. Sem fyrr segir telur Ragnheiður Elín að byggingunni verði ekki bjargað úr þessu. „Eins mikið og það hryggir mig þá er það eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. En ég er ekki ánægð með það,“ segir formaður Hollvinasamtakanna sem leyfir sér þó að halda í örlítinn vonarneista fyrir Sundhöll Keflavíkur. „Ég er að vona að eitthvað annað verði henni til bjargar. Á meðan hún stendur, þá leyfir maður sér að vona.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Skipulag Sundlaugar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira