Næturþing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum árum var á öllum tímum sólarhrings hægt að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Keeping up with the Kattarshians og fræðast um hversdagslíf nokkurra kettlinga sem höfðust við á draumastað þar sem voru kojur, matardallar, alls kyns dót og ýmisleg önnur þægindi sem kettir kunna vel að meta. Eins og katta er háttur sváfu kettlingarnir býsna mikið og þegar þeir voru vakandi voru þeir yfirleitt að borða. Einstaka sinnum brugðu þeir á leik. Þetta var notalegt sjónvarpsefni og yfir því var fallega sakleysislegur blær. Sumir sem vöknuðu um miðja nótt höfðu þess vegna fyrir sið að kveikja á tækjum sínum og fylgjast með þessum litlu kettlingum dálitla stund áður en þeir gerðu aðra atlögu að draumalandinu. Sömuleiðis var ágætt að kveikja á ný um morguninn áður en lagt var út í daginn og kanna ástand kettlinganna. Ætíð var í góðu lagi með þá. Nokkuð er síðan fréttir bárust af annarri útsendingu. Hún brestur yfirleitt á þegar skyggja tekur og stendur venjulega fram á morgun. Í þeirri útsendingu skiptast þingmenn Miðflokksins á að fara í pontu Alþingis og skrafa hver við annan um þriðja orkupakkann. Í baksýn má sjá þreytulegan forseta Alþingis og enn þreyttari starfsmann þingsins sinna þeirri skyldu sinni að vera viðstaddir þennan einkafund þingmanna Miðflokksins. Þingmennirnir eru furðu brattir miðað við að þeir strita við að tala um miðja nótt þegar heiðarlegur almenningur sefur svefni hinna réttlátu. Þeir hafa ekkert nýtt fram að færa heldur endurtaka hluti sem hafa margoft komið fram og þeir tala líka mikið um Noreg. Ólíkt kettlingunum er ekkert krúttlegt við þingmennina og endurtekningarsamar raddir þeirra virka svæfandi, sem er ágætt fyrir áhorfandann. Hann getur, ólíkt þingforseta og hinum ólánsama starfsmanni Alþingis, flýtt sér aftur í rúmið, breitt yfir haus og flúið á vit drauma. Þjóðin á vitanlega í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvernig það megi vera að þingmenn eins flokks geti lagt undir sig þinghúsið, tekið forseta þings og starfsmenn í gíslingu og breitt úr sér um nætur og fram á morgun. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur höfðað til samvisku þingmanna Miðflokksins. Steingrímur á að vita að á þeim bæ eru menn ekki mikið gefnir fyrir að líta í eigin barm og því ansi ólíklegir til að fá samviskubit vegna gjörða sinna. Þetta kom berlega í ljós þegar einn þingmaður Miðflokksins sagðist vera miður sín vegna þess álags sem næturfundirnir sköpuðu starfsfólki þingsins og kenndi forseta Alþingis um þá stöðu. Enn sem fyrr verður það ekki haft af þingmönnum Miðflokksins að þeir sýna óbilandi staðfestu í því að kasta frá sér ábyrgð á gjörðum sínum. Allt þeirra ólán er öðrum að kenna. Útsendingum frá lífi kettlinganna í kattaparadísinni lauk á sínum tíma og það er einungis tímaspursmál hvenær útsendingum frá einkahjali þingmanna Miðflokksins lýkur. Ólíkt kettlingunum krúttlegu verður þeirra ekki saknað.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar