Dúxinn á Ísafirði kom öllum á óvart með að bresta í söng Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 11:21 Pétur Ernir með stoltum foreldrum sínum. Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Þór Guðmundsson vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sonurinn ekki bara dúxaði heldur brast í söng við útskriftina. Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“ Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Pétur Ernir Svavarsson kom fjölskyldu sinni og öðrum algerlega í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskrift Menntaskólans á Ísafirði. Pétur var dúx við skólann, útskrifaðist með 9,69 sem er jafnframt hæsta meðaleinkunn sem gefin hefur verið út við skólann. Kom flatt uppá fjölskylduna „Ég hélt þessu leyndu alla vikuna fyrir útskrift. Foreldrar mínir höfðu ekki hugmynd um að ég væri að dúxa. Ég meira að segja laug blákalt að þeim þegar þau spurðu hver væri dúx. Þannig að þetta kom alveg flatt uppá þau. Þegar ég stóð þarna í pontunni og svo brast í söng.“ Pétur Ernir er Ísfirðingur, fæddur og uppalinn. Og ávarp hans við útskriftarathöfnina var óvenjulegt. Hann brast í söng í miðju ávarpi, söng Abbalagið When I kissed the teacher og dreif alla út á gólf. Mikið fjör í kirkjunni hvar athöfnin fór fram Heldur betur hressandi að sögn Ólínu Þorvarðardóttur sem var 40 ára stúdent frá Menntaskólanum en hún var um tíma skólameistari og flutti ávarp við þetta tækifæri. „Þar vorum við 40 ára stúdentar frá skólanum einnig mætt til að minnast okkar tímamóta. Tímarnir breytast, mennirnir og siðirnir með,“ segir Ólína og birtir myndband af atriði Péturs Ernis á Facebooksíðu sinni sem sjá má hér neðar. Og ekki skortir fjörið í kirkjunni hvar útskriftarathöfnin fór fram. Pétur Ernir segir það reyndar svo að hugmyndin sé nú ekki frá sér komið. Hann og vinur hans voru að horfa á myndina Mamma Mia here we go again. Og þar er að finna hliðstætt atriði. „Okkur fannst þetta svo geggjuð hugmynd að við ákváðum að leika það eftir.“ Pétur Ernir útskrifaðist á náttúruvísindabraut og hann segist ekki vita hvað taki við. Draumur hans er að ferðast í haust, eins og svo margir gera og skoða heiminn. „Svo er stefnan að fara suður eftir áramót, finna mér einhvern góðan söngkennara og feta mig áfram fyrir sunnan.“ Veit ekki hvað tekur við Ekkert er hins vegar fyrirliggjandi um framhaldsnám. Pétur Ernir segir að hann eigi eftir að finna út úr því hvar áhugi hans liggur. En, fer ekki hrollur um þá sem standa þér nærri ef þú dúxinn sjálfur ætlar að hverfa á vit söngsins, hvar margur býr við sult og seyru? „Kannski meðal kennara einhverra en það sem ég hef lært og heyrt er að maður á að nýta það sem manni hefur verið gefið og ég hyggst gera það; hvað svo sem framtíðin býður uppá. Maður veit aldrei hvert þetta leiðir.“ Pétur Ernir hefur lært á píanó í 12 til 13 ár, hann segist hafa verið einstaklega heppinn með kennara. Og svo söng í fjögur ár hjá Sigrúnu Pálmadóttur, sem söng í óperuhúsinu í Bonn og víðar. „Alveg rosalega heppinn að hafa hana hérna. Hún hefur gefið mér virkilega mikið.“
Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Tímamót Tónlist Dúxar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira