Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 15:00 Sóknarlína Liverpool er skipuð þeim Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane. Getty/Michael Regan Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram 1. júní næstkomandi en hann hefst klukakn 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liverpool liðið verður aftur á móti í búningsklefa Atletico Madrid liðsins sem er hinn glæsilegasti og miklu flottari en búningsklefinn þar sem gestir Atletico eru á leikjum sínum á Metropolitano leikvanginum. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisráðstafanir á leikvanginum eins undarlega og það hljómar.Tottenham have drawn the short straw of the pokey away dressing room at the Wanda Metropolitano - despite the fact they are the home team in Champions League final #THFChttps://t.co/YUxk5FqGq0pic.twitter.com/STrkGeSBlS — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019Málið er að til að halda stuðningsmönnum félaganna aðskildum þá munu þeir koma að vellinum sitthvoru megin. Stuðningsmenn Tottenham fengu miða á norðurhluta vallarins og því var ákveðið að Tottenham yrði í klefanum sem er þeim megin. Liverpool verður aftur á móti í suðurhluta vallarins eða þeim megin á vellinum þar sem stuðningsmenn Liverpool liðsins fengu miða. Búningsklefi Atletico Madrid er hinn glæsilegasti sem þarf ekki að koma mikið á óvart enda um glænýjan leikvang að ræða. Á meðan klefi Tottenham er hálfgerður kústaskápur en verður mjög rúmt um leikmenn og starfsmenn Liverpool. Atletico Madrid hefur skipulagt sig vel fyrir þennan leik og enginn kemst nálægt vellinum án þess að hafa miða á leikinn. Stuðningsmenn liðanna verða því stöðvaðir nokkuð frá vellinum þar sem þeir þurfa að sýna gild miða. Engin bílaumferð verður heldur í eins kílómetra fjarlægð frá hinum. Leikvangurinn tekur 68 þúsund manns í sæti en af öryggisástæðum verða aðeins 63 þúsund á vellinum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira