„Sjálfstraustið er mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 14:09 Guðjón Ari ásamt foreldrum sínum þeim Elínu og Loga. Aðsend/Guðjón Ari Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum. Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón. Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/Guðjón Bandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira