Gífurleg áhætta? Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun