Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2019 07:30 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hvatti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að slíðra sverðið á nýjan leik í gær. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira