Meiðsli halda Birni ekki frá oddaleiknum: „Ég vil taka þátt í svona bíói“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 09:15 Björn Viðar Björnsson var Íslandsmeistari með Fram árið 2013. vísir/bára Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira