Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 15:18 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Frumvarp hennar um fjölmiðla stendur í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15