Listamenn vilja koma börnum í skákferð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 08:15 Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira