Nálgast sitt fyrra form Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:15 Dagný í leik með landsliðinu. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira