Hilmar Örn vann sterkt mót í Bandaríkjunum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:45 Hilmar Örn Jónsson. vísir/andri marinó Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð um helgina ACC-svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti. Hilmar átti flotta kastseríu í gær og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC-svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðismeistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins hefur einum öðrum tekist það í öðrum greinum. Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skóli Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungsundankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppa um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu úr fjórðungsundankeppninni komast á það mót þar sem sigurvegari mótsins verður bandarískur meistari. Hilmar er því kominn áfram í fjórðungsundankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til að eiga möguleika á titli þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta er besta tímabil Hilmars Arnar frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum. Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð um helgina ACC-svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti. Hilmar átti flotta kastseríu í gær og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC-svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðismeistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins hefur einum öðrum tekist það í öðrum greinum. Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skóli Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungsundankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppa um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu úr fjórðungsundankeppninni komast á það mót þar sem sigurvegari mótsins verður bandarískur meistari. Hilmar er því kominn áfram í fjórðungsundankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til að eiga möguleika á titli þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta er besta tímabil Hilmars Arnar frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira