Fjórðungur landsmanna vill sniðganga Eurovision í Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 07:15 Mótmælendur á Gaza flýja táragas sem beitt var gegn þeim við landamæri Ísraels á föstudaginn. Nordicphotos/Getty Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent