Fjórðungur landsmanna vill sniðganga Eurovision í Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2019 07:15 Mótmælendur á Gaza flýja táragas sem beitt var gegn þeim við landamæri Ísraels á föstudaginn. Nordicphotos/Getty Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Einn af hverjum fjórum landsmönnum vill að Ísland sniðgangi Eurovision-keppnina í Ísrael. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í rauninni allt frá því Ísrael vann keppnina síðastliðið vor, þá koma þessar tölur í rauninni ekki á óvart, það er að einn af hverjum fjórum landsmönnum vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Eurovision-keppnin virðist hins vegar lúta öðrum lögmálum í hugum landsmanna en mörg önnur dægurmál. Þannig hverfa nánast hin skörpu skil sem gjarnan birtast í deiluefnum eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun þegar kemur að viðhorfum sem tengjast þessu fyrirbæri. Þannig er vart marktækur munur milli viðhorfa landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins til sniðgöngu.Skörpustu skil milli viðhorfa í einstökum þjóðfélagshópum eru milli kynjanna, en konur eru töluvert líklegri til að vilja sniðganga keppnina en karlar. Þá er yngsti aldurshópurinn sem spurður var líklegri til að vilja sniðganga. Baldur segir að viðhorf unga fólksins kunni að skýrast af því að málefni Palestínu hafi verið töluvert mikið rædd á samfélagsmiðlum unga fólksins og meðal fylgjenda Hatara. Baldur er meðal frummælenda á hádegisfundi í dag um Eurovision og stjórnmál sem Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Baldur, sem verður í beinni útsendingu á fundinum frá Tel Avív, mun ræða um þrennt. „Í fyrsta lagi mun ég halda því fram að Eurovision sé hápólitísk keppni en þó megi bara boða ákveðna pólitík í keppninni og ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg smá ríki og veikburða meðalstór eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt vald keppninnar til að bæta ímynd sína bæði heima fyrir og erlendis og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér að fjalla um texta og sviðsetningu Hatara og hvernig íslenskir listamenn eru í fyrsta skipti að nota sér mjúkt vald keppninnar til þess að koma pólitískum boðskap á framfæri,“ segir Baldur um erindi sitt. Aðrir frummælendur á fundinum verða Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og Baldvin Thor Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2. Málþingið fer fram í Lögbergi í Háskóla Íslands klukkan 12 og stendur í klukkustund.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira