Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:15 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira