Hörmungar heimaliðsins í fyrsta leik lokaúrslitanna héldu áfram í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 14:30 Haukamaðurinn Daníel Ingason í leiknum á móti Selfossi í gær. Vísir/Vilhelm Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira