Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 18:45 Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður, telur að Hatari megi nota tækifærið í Eurovision betur til að gagnrýna stöðuna milli Ísraels og Palestínu. Vísir/Sigurjón Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“ Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?