Samtök iðnaðarins segja innistæðu fyrir vaxtalækkun Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2019 07:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Á stuttum tíma hefur slaki tekið við af spennu í efnahagslífinu, sem lýsir sér meðal annars í því að atvinnuleysi mældist í apríl 3,7 prósent borið saman við 2,3 prósent á sama tíma fyrir ári, og sterk rök eru þess vegna fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir þegar vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður kynnt miðvikudaginn 22. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) en þar segir að fjórar meginforsendur séu fyrir því að ráðast í lækkun vaxta. Þannig hafi miklar breytingar orðið til hins verra í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins vegna minnkandi tekna af erlendum ferðamönnum eftir fall WOW air. Það hafi mikil áhrif á afkomu margra fyrirtækja sem þurfi að bregðast við breyttu ástandi með fækkun starfsfólks. Þá endurspeglast versnandi horfur í efnahagsmálum í þeirri staðreynd að væntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa gerbreyst til hins verra. Vísitala efnahagslífsins, sem mælir mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar eða slæmar, hefur þannig ekki verið lægri síðan árið 2013. Væntingar til næstu sex mánaða eru áfram í sögulegi lágmarki en nýlega lækkaði Hagstofan hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,2 prósenta samdrátt í hagkerfinu. Í þriðja lagi, að því er fram kemur í greiningunni, þá er það mat SI að nýir kjarasamningar við meirihluta vinnumarkaðarins, sem séu til ársins 2022 og skapa grundvöll að stöðugleika og framleiðnivexti, séu góð undirstaða fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Að lokum er á það bent að verðbólguvæntingar aðila á innlendum fjármálamarkaði hafi lækkað frá síðustu könnun sem hafi verið gerð í ársbyrjun. Vænta þeir þess að verðbólgan, sem mælist nú 3,3 prósent, verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö, sem er litlu meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Á sama tíma og raunstýrivextir bankans, mældir sem munurinn á stýrivöxtum og verðbólguvæntingum, hafa verið að hækka þá hefur hins vegar verið vaxandi slaki í efnahagslífinu. Sú þróun, að því er segir í greiningu SI, er andstæð því sem rétt er við slíkar aðstæður, sem væri að draga úr aðhaldi peningastefnunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira