Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2019 15:38 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð, skammt norðan Fagurhólsmýrar. loftmyndir.is Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira