Endalok Eurovision: Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast? Baldur Þórhallsson skrifar 18. maí 2019 15:38 Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun