Úlfarnir í Evrópu í fyrsta skipti í nærri fjörutíu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 21:45 Úlfarnir gætu mætt til Íslands í sumar vísir/getty Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira