Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 16:50 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01