Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Frá opnun Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira