Matthías: Getum ekki farið að guggna á þessu núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2019 22:29 Matthías Orri í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Matthías Orri Sigurðarson var eins og gefur að skilja afar svekktur með niðurstöðuna í Seljaskóla í kvöld. ÍR fékk tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en tapaði fyrir KR, 80-75, í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram í DHL-höllinni á laugardag. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19 Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Matthías Orri Sigurðarson var eins og gefur að skilja afar svekktur með niðurstöðuna í Seljaskóla í kvöld. ÍR fékk tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en tapaði fyrir KR, 80-75, í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni. Oddaleikurinn fer fram í DHL-höllinni á laugardag. „Það er slæm tilfinning í mér núna. En við vorum bara ekki nógu góðir í dag og þeir almennt betri í lengri tíma,“ sagði Matthías. „Það er ekki nóg að vera góðir í tíu mínútur eins og við vorum í dag.“ Matthías segir að vörn KR-inga hafi verið erfið fyrir hans menn. „Þeir spiluðu frábærlega í vörn. Þeir hreyfðu líka boltann mjög vel í sókn og fengu dýrmætt framlag frá strákunum á bekknum sínum. Það skiptir miklu máli að fá stigin frá Finni Atla eins og fleirum.“ „En oft á tíðum skelltu þeir í lás í vörn og við áttum því miður ekki nógu mikil svör við því. Við þurfum að finna betri leiðir til að vinna á því á laugardaginn.“ Matthías segir eðlilegt að það sé meiri ákefð í leikjunum eftir því sem líður á úrslitaeinvígið enda meira í húfi. „Þegar nær dregur titlinum er meira undir. En við getum ekkert farið að guggna á því. Við höfum verið að spila jafna leiki í allan vetur og erum vanalega góðir í því.“ „Ég er því mjög svekktur að hafa ekki klárað leikinn út af því, sérstaklega af því að það var lítið skorað. Oftast klárum við þannig leiki. Ég hefði líka viljað klára þennan leik á heimavelli og fagna með okkar stuðningsmönnum hér.“ Matthías segir þó ljóst að hans menn ætli ekki að dvelja lengi við tapið í kvöld. „Við höfum verið að vinna oddaleikina og við höfum verið að vinna útileikina. Við komum fullir sjálfstrausts inn í leikinn á laugardaginn og ætlum að negla á þá.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19 Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Finnur Atli: Ætlaði ekkert endilega að spila í vetur Finnur Atli Magnússon var óvænt hetja KR-inga í Seljaskóla í kvöld, þegar hans menn tryggðu sér oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn KR. 2. maí 2019 22:19
Leik lokið: ÍR - KR 75-80 | KR náði í oddaleik Það verður oddaleikur sem mun ráða úrslitum um Íslandsmeistaratitlinn í Dominos deild karla í ár. 2. maí 2019 22:45